miðvikudagur, mars 31, 2004

Mamma kjáni

Eins og hún ætlaði nú að muna eftir því og hafa í huga, þá var hún búin að steingleyma að ég var í sprautu 10 dögum áður en ég varð lasin. Og þessi sprauta lætur mann víst einmitt oft verða lasinn með háan hita 5-10 dögum seinna. Svo þá vitum við alla vega hvað var að mér, ég held ég sé meira að segja að verða hitalaus svo vonandi er þetta bara búið. Ég væri nú alveg til í að fara að komast til dagmömmunnar, við mamma erum að verða pínu þreyttar á hvor annarri, hangandi inni allan daginn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli