fimmtudagur, mars 25, 2004

Meiri dagurinn

Já, þetta var nú meiri dagurinn í gær. Ég held ég hafi bara verið eitthvað utan við mig eftir að Lappi dó, alla vega var ég ekki alveg að hugsa skýrt og ákvað að skella mér niður tröppurnar á sparkbílnum mínum!!! Það var rosa fjör í örstutta stund, en svo náttúrulega endaði ferðin frekar illa þó hún hefði getað endað miklu verr. Ég fékk bara smá skrámur í framan og stóra kúlu á ennið, mamma var alveg viss um að ég væri mölbrotin svo ég slapp víst bara ótrúlega vel.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli