miðvikudagur, mars 17, 2004

Heilsufréttir og fleira

Ég var nú sem betur fer fljót að jafna mig á ótætis gubbupestinni, en bakteríurnar náðu víst að hreiðra um sig í eyrunum mínum svo nú er ég komin með eyrnabólgu enn eina ferðina. Ég var samt ágætlega hress um helgina og það var voða gaman að fá Silju og Hauk í heimsókn á laugardaginn. En ég fékk ekkert að fara í sund af því að ég var með smá hita. Það gengur ekki nógu vel hjá okkur að komast í sund, um daginn ætlaði mamma að fara með mig þegar hún náði í mig til dagmömmunnar, en þá komumst við að því að innisundlaugin er bara opin um helgar. Ég var alveg ægilega svekkt því við vorum komnar í sundlaugina þegar við komumst að þessu, ég lá á glerinu og kallaði "dottna, dottna". Ég er auðvitað alltaf að læra að segja eitthvað nýtt, nú er ég farin að setja saman þrjú orð og nýja uppáhaldsorðið mitt er "mi" sem þýðir minn/mín/mitt. Eins og til dæmis "haaa dudda mi" eða "haaa gúga mi" (hvar er kakan mín). Ég kann líka að segja nöfn allra í fjölskyldunni, mamma heitir Deddlinn, pabbi heitir Gakkúm, bróðir minn heitir Dassi og sjálf heiti ég Dossa og er essimm (eins árs).

Engin ummæli:

Skrifa ummæli