sunnudagur, júní 04, 2006

Letifleti

Mamma mín er farin að vera svo þreytt út af bumbunni að hún þarf alltaf að leggja sig eftir hádegið. Í dag var ég líka eitthvað svo þreytt að ég bara skreið upp í ból til mömmu þar sem við steinsváfum báðar í langan tíma. Ég held barasta að ég hafi ekki sofið svona yfir daginn síðan ég var í vagni. Ég veit ekki hvort ég var svona þreytt út af eyrnabólgunni sem ég er komin með, eða hvort þetta voru bara smíðahljóðin sem minntu mig á þegar ég var lítil og pabbi og mamma voru alltaf að smíða á meðan ég svaf. Pabbi og Snorri voru nefnilega á fullu að smíða baðherbergið við hliðina á svefnherberginu á meðan, saga flísar og banka í veggina og svona. Við mamma sváfum mjög vært við þessi notalegu smíðahljóð.

2 ummæli:

  1. Nafnlaus12:12 e.h.

    Mikið er mamma þín heppin að eiga sona stillta stelpu sem hún getur lagt sig með eftir hádegið! Alltaf erfitt að vera ófrísk með lítil börn! Vonum að allt gangi vel hjá ykkur og húsið að klárast, eru ekki myndir af þessu öllu bráðum?

    SvaraEyða
  2. Já - sammála... þar sem mar býr á sama svæði og þið þá er það einhvernveginn þannig að maður sér engan núorðið... við erum búin að vera á leiðinni í kaffi í hva... ár? ...það væri gaman að fá myndir af bumbunni - sem og framkvæmdum :þ Hvutti virðist líka vera óttarlegt krútt...
    Kveðjur úr Ártúnsholtinu :-)

    SvaraEyða