mánudagur, janúar 01, 2007

Ég vissi ekki að það myndi verða svona brjálað hjá okkur!

Ég sá í fyrsta skipti áramótaflugeldana í gærkvöldi og vá hvað það var flott og brjálað! Ég var í veislu hjá ömmu og afa í Hjallabrekku með fullt af skemmtilegu fólki og við systkinin vorum sko í fullu fjöri! Það er að segja við Sigurður Pétur, Guðmundur Steinn var nú frekar rólegur og svaf alveg af sér áramótin. Ég sofnaði að vísu yfir áramótaskaupinu, en sem betur fer vaknaði ég aftur fyrir miðnættið, ég hefði örugglega orðið hundfúl ef ég hefði misst af aðal sprengjufjörinu. En ég var nú orðin ansi þreytt, ég var komin í náttfötin og afi hélt á mér út í bíl og pakkaði mér inn í teppi, það var nú notalegt.

Við óskum ykkur öllum gleðilegs árs og takk fyrir allt gamalt og gott.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli