Mamma mín vill útnefna sjálfa sig mann ársins fyrir að eignast svona ótrúlega flottan litla bróður handa mér. Hún er nefnilega mjög montin af því hvað hún var flink í að koma honum í heiminn, sérstaklega af því það gekk nú ekkert svo vel með mig á sínum tíma. Og hann er náttúrulega flottasti litli bróðir í heimi. Pabbi kemur síðan sterkur inn í annað sæti fyrir að vera svo skemmtilegur og góður og fara með okkur í ævintýraferðir í fjörunni. Og líka fyrir að smíða frábært baðherbergi handa okkur og íbúð á neðri hæðinni.
Í gærkvöldi var ég að dunda mér við að skrifa á meðan mamma og pabbi spiluðu við Sigurð Pétur. Ég skrifaði:
Þíaþ jólin eru indiseg jólin eu bstu jól í hmi (ég ruglast stundum pínu hvert ég er komin og gleymi stöku stöfum)
Svo skrifaði ég líka allt sem var í Ronju, ég fékk nefnilega að fara aftur að sjá Ronju í leikhúsinu í gær. Og það var:
Rasálvar, hultufólk, Ronja go Birkir, grátverkar (grádvergar), Matías, Sgalapétur (Skalla-Pétur), ridar (riddarar), Lovía (Lovísa), Borki, skóarorir (skógarnornir), Valdís og síðast en ekki síst, Hevedsskáin. Það er dálítið erfitt að skrifa Helvítisgjáin :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli