Í dag er ég pínu lasin og er heima með mömmu og Guðmundi Steini. Ég var með dálítinn hita í morgun, en ég er samt ágætlega hress og áðan sagði ég mömmu að ég ætlaði bara að hoppa úr mér hitann. Svo gormaðist ég um allt eins og lítil kengúra. Ég þurfti auðvitað ekki að fara í skólaföt svo ég notaði tækifærið og klæddi mig upp á, fór í kjól og sokkabuxur, setti blýant á augabrúnirnar, fékk mér kinnalit og gloss, og perlufesti um hálsinn. Algjör pæja. Svo bökuðum við mamma smákökur með rúsínum í, okkur pabba finnast þær ótrúlega góðar en ekki mömmu því hún borðar ekki rúsínur nema það sé súkkulaði utan um þær.
Áðan spurði ég mömmu, hvað er beita? Mamma reyndi að útskýra það, það er eitthvað sem maður setur á öngulinn þegar maður er að veiða, eins og til dæmis orm. Já, sagði ég, eða fugl!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli