laugardagur, september 29, 2007

Ekki snillingur

Mamma kallaði mig snilling áðan. Ég leiðrétti hana snarlega og sagði að ég væri ekkert snillingur, ég hefði til dæmis ekki fundið upp símann. Um daginn var mamma að tala við Sunnu frænku í símann og sagði mér seinna að hún hefði beðið að heilsa. Ég skildi ekki alveg hvað þýddi, en svo fattaði ég það, "já sendi hún broskall" sagði ég.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli