sunnudagur, september 23, 2007

Ömurlegt

Ég ætlaði að halda fínu fiðrildaveisluna mína í dag, við mamma vorum búnar að skreyta ótrúlega flotta fiðrildaköku og ég var búin að blása upp fullt af blöðrum og allt orðið svo fallegt og fínt. Og svo er ég komin með gubbupest :-( Ég var ömurlega fúl yfir að þurfa að fresta veislunni, en það eru allir í fjölskyldunni búnir að lofa að vera góðir við mig í dag og leika við mig, og við ætlum að borða fiðrildakökuna saman og svo búum við til nýja fiðrildaköku fyrir næsta laugardag því þá ætla ég að hafa veisluna sem átti að vera í dag.

1 ummæli:

  1. Nafnlaus8:36 e.h.

    Elsku ömmuljós hvað þetta var ömurlegt, vonandi batnar þér hratt og örugglega

    SvaraEyða