laugardagur, júlí 05, 2008

Meira sumar

"Rauða" sumarið varði ekki lengi, það er aftur komið gott veður og er víst ennþá betra á Akureyri, en þangað erum við einmitt að fara :-) Pabbi og Sigurður eru búnir að vera þar síðan á þriðjudagskvöldið (Sigurður átti að vera að keppa á fótboltamóti en úlnliðsbrotnaði, en langaði samt að fara úr því þeir áttu flugmiða) og á morgun ætlum við mamma svo að keyra með Guðmund Stein og Gabríel. Svo erum við bara komin í sumarfrí og ætlum að gera eitthvað sem okkur dettur í hug, vonandi tjalda í góðu veðri og fara í sund og eitthvað fleira. Eftir viku ætlum við að elta Sunnu og Magga uppi, þau eru að koma til Íslands í smá frí og verða þá í tjaldvagni einhvers staðar. Amma og afi ætla líka að koma í útilegu einhvers staðar, og jafnvel Þórður og Erna líka, svo það verður örugglega mikið fjör....

Engin ummæli:

Skrifa ummæli