sunnudagur, september 07, 2008

Leikhúsið

Við skelltum okkur á opið hús í Þjóðleikhúsinu í gær, og það var svo aldeilis ljómandi skemmtilegt. Við sáum atriði úr Lífið er diskó og Skilaboðaskjóðunni, fengum að máta búninga, sáum alblóðuga menn úr Macbeth og líka Einar Áskel brúðuna, fengum kleinur og pylsur og andlitsmálningu. Þetta var bara alveg frábært og mjög vel heppnað fannst okkur, ef svo ólíklega skyldi vilja til að einhver úr Þjóðleikhúsinu sjái þetta þá bara þökkum við kærlega fyrir okkur :-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli