þriðjudagur, júlí 22, 2003

Fór í skoðun í morgun, lækninum fannst ég bráðþroska og bara mjög dugleg og fín. Ég er búin að ná aftur kúrfunni minni og er núna 9.695 grömm og 74 sentimetrar. Enda er ég búin að vera mjög dugleg að borða. Og eyrun mín eru alveg laus við sýkinguna, þó mér hafi tekist að skyrpa stórum hluta af meðalinu mínu út úr mér í hvert skipti sem mamma reyndi að pína það ofan í mig.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli