föstudagur, júlí 25, 2003

Jæja, nú þarf ég aldeilis að segja ykkur fréttir. Í fyrrakvöld tókst mér að taka tvö skref, alveg sjálf! Mamma er nú svo skrýtin, hún segir alltaf að það liggi ekkert á og vonandi fari ég ekki að ganga strax og eitthvað svona, en samt voru það hún og pabbi sem hvöttu mig til að prófa og hjálpuðu mér. Þau líka klöppuðu mjög mikið fyrir mér, mér fannst það eiginlega aðalfjörið. Meira að segja þegar þau voru hætt að klappa, þá klappaði ég aðeins meira til að fá meiri fagnaðarlæti frá þeim. Ég veit samt ekki hvort ég legg almennilega í þetta alveg strax, en við sjáum til.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli