miðvikudagur, ágúst 13, 2003

Amma og afi komin

Jæja, loksins eru amma og afi í Hjallabrekku komin heim, búin að vera í burtu í næstum allt sumar. Ég fór í afmælisveislu hjá þeim í gær af því afi er nýbúinn að eiga afmæli. Það var mjög gaman og ég hitti líka loksins frænkur mínar Ástu og Hebu sem ég hef ekki séð lengi lengi. Ég labbaði náttúrulega út um allt, ég er farin að geta labbað alveg mörg skref og beygt og snúið við og staðið upp á miðju gólfi, rosalega dugleg. Stóri bróðir er líka rosalega duglegur, þegar hann er aðeins búinn að æfa sig getur hann lesið heila blaðsíðu í lestrarbókinni hátt og snjallt og örugglega. Hann er líka alveg að byrja í skóla. Amma og afi komu með rosa flotta skólapeysu og vesti handa honum, og ég fékk líka rosalega flott vesti og æðislega peysu, ég verð að biðja mömmu að taka mynd af mér í fötunum svo ég geti sýnt ykkur. Annars er ég ekkert sérlega myndarleg þessa dagana, alltaf með hor um allt andlit. Það er reyndar aðeins að minnka, ég held ég sé loksins að hrista þetta af mér. Ég er líka búin að vera með voða vondan hósta, ég var heima og fór til læknisins á mánudaginn en hann sagði að þetta væri allt í lagi, bara smá kvef í lungunum sem ég myndi alveg losa mig við sjálf. Svo ég fór bara til dagmömmunnar í gær og fékk að sulla í polli og kom heim með öll fötin mín í poka. Það fannst mér sko ótrúlega gaman!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli