fimmtudagur, ágúst 28, 2003

Hor í eyrunum

Jájá, ég er víst með hor í eyrunum. Ég ákvað að skreppa til læknis í gær og láta hlusta mig og kíkja í eyrun, ég er aftur komin með svo vont kvef og hósta, og búin að vera dálítið pirruð líka. Hann skoðaði eyrun mín voða vel og mældi þau með þrýstingsmælitæki, og komst sem sagt að því að það er fullt af slími á bak við hljóðhimnurnar, þess vegna er ég svona pirruð og skrýtin í eyrunum. En ég er samt ekkert með sýkingu svo ég þarf sem betur fer ekki að fá ógeðs pensillín aftur, bara slímlosandi hóstasaft. Mér finnst hún reyndar dálítið skrýtin, en samt allt í lagi, ég get alla vega alveg kyngt henni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli