föstudagur, febrúar 06, 2004

Aumingja ég

Ég er nú eiginlega alveg orðin góð af hóstanum og eyrnabólgunni, enda er ég búin að vera svo rosalega dugleg að taka meðalið mitt og anda að mér pústinu. En ég í gær átti ég svo voða erfitt með að sofna, mamma skildi ekkert í því hvað gæti verið að angra mig, ég náði samt að sofna en svona klukkutíma seinna vaknaði ég bara með gubb í rúminu mínu. Það var ekki skemmtilegt. Mamma setti mig í sturtu sem mér fannst heldur ekki skemmtilegt. En svo fékk ég að fara upp með sængina mína og borða saltstangir og frosin ber, það var ljómandi fínt. Svo svaf ég alveg í alla nótt og vaknaði ágætlega hress í morgun en ég fæ samt að vera heima með pabba í dag.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli