sunnudagur, febrúar 01, 2004

Pabbi er bestur

Pabbi minn er sko besti pabbi í heimi og miklu betri en mamma mín! Í morgun er ég búin að fá hjá honum: seríos, vínber, pylsu, súkkulaðiköku, gulrótarköku og snakk. Í gær var afmælisveisla fyrir Sigurð Pétur, hann bauð öllum krökkunum í bekknum sínum og það var sko mikið fjör. Honum fannst eiginlega aðeins of mikið fjör en mér fannst bara mjög gaman. Ég er líka bara í svo góðu skapi núna, mér finnst svo gott að líða svona vel og vera ekki með eyrnaverk og hósta.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli