þriðjudagur, maí 18, 2004

Algjört partýdýr

Já fjörið var sko aldeilis ekki búið, því aðalpartýið var eftir. Ég fékk semsagt að fara í Júróvisjón partý! Það var hjá afa og ömmu, við grilluðum góðan mat og svo fékk ég fullt af jarðaberjum. Ég dansaði náttúrulega og dillaði mér og var í miklu fjöri. Svo fékk ég aldeilis skemmtilega heimsókn á sunnudaginn því þá komu Haukur og Pétur og Silja. Þetta var semsagt mjög skemmtileg helgi. Ég er líka miklu hressari en um síðustu helgi, hinn jaxlinn er komin í gegn svo mér líður miklu betur. Svo eiga reyndar eftir að koma tveir í viðbót en það verður ekki alveg strax held ég.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli