þriðjudagur, maí 25, 2004

Meira mas

Ég tala svo mikið þessa dagana, ég læri ný orð á hverjum degi og æfi mig stíft frá morgni til kvölds. Mér finnst afskaplega gaman að tala um fólkið sem ég þekki, segja hvað fjölskyldan mín heitir og hvað ég er gömul. Ef mamma gleymir að spyrja hvað ég sé gömul þegar hún er búin að spyrja hvað ég heiti, þá spyr ég bara sjálf "ha bommu". Ég er líka rosa flink að telja, eidd, dei, bimm, gess, hjö, átta, svo kemur eitthvað meira sem ég man ekki nema mamma hjálpi mér. En uppáhaldstalan mín er bimm og ég enda yfirleitt á henni. Hins vegar finnast mér þrír og fjórir ekkert skemmtilegar tölur og hef þær aldrei með.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli