fimmtudagur, apríl 14, 2005

Foreldrakaffi

Í dag buðum við stúlkurnar foreldrum okkar í kaffi á leikskólanum. Mér finnst alveg ótrúlega gaman að fá pabba og mömmu með í leikskólann, en það er svolítið erfitt fyrir litlar stúlkur að skilja að þau geti ekki verið allan daginn. En svo ætlar mamma að sækja mig eftir smá stund og fara með mig til læknis, það finnst mér gaman. Hann ætlar svolítið að laga mig af því ég datt svo illa aftur fyrir mig um daginn.

(Skýring frá mömmu: Rósalís er að fara í höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, það verður spennandi að sjá hvernig það gengur)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli