föstudagur, apríl 22, 2005
Gleðilegt sumar
Þá er sumarið komið og það er nú aldeilis ekki amalegt, ég er bara eiginlega alltaf úti. Það er svo margt skemmtilegt hægt að gera úti, blása sápukúlur, moka mold, hjóla á þríhjólinu og svo fékk ég meira að segja nýtt bleikt tvíhjól með körfu framan á og skrauti á handföngunum. Mér finnst samt svolítið erfitt að hjóla á því, þá er ágætt að hvíla sig aðeins og fara bara aftur á þríhjólið. Svo langaði mig líka að renna mér á skíðum, mömmu fannst það eitthvað fyndið og sagði að það væri ekki hægt af því það væri enginn snjór. Mér fannst nú alveg augljóst að ég gæti bara rennt mér á grasinu, skil ekki alveg hvað er að því.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli