mánudagur, apríl 18, 2005

Það kom að því

Í gær fór ég á sjúkrahúsið. Ég datt á hökuna mína í sturtunni og fékk svo vont sár að mamma og pabbi brunuðu með mig á sjúkrahúsið, þar sem ég fékk að leika mér við aðra krakka sem voru búnir að meiða sig. Ég fékk að leika lengi lengi, púsla, kubba, lesa og meira að segja blása sápukálur. Þegar ég var búin að leika mér í tvo klukkutíma kom læknirinn. Hann þvoði hökuna mína, setti lím á hana og plástur. Þetta var ósköp vont en ég var samt mikil hetja. Svo fékk ég að fara heim og sofna í pabba bóli.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli