föstudagur, nóvember 18, 2005

Meiri læknisheimsóknir

Í dag fór ég aftur til læknis. Ég er samt ekkert meira lasin, við vorum bara að láta eyrnalækninn kíkja á rörin mín. Og þá kom í ljós að annað rörið er ennþá í eyranu, sem það á ekki að vera, það er orðið svo gamalt að það á að vera dottið úr. Og þess vegna fékk ég víst svona illt í eyrað um daginn, það var ekki venjuleg eyrnabólga heldur sýking undan rörinu. Svo að í næstu viku fer ég aftur til hans og anda smá og sofna og svo tekur hann rörið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli