fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Þetta var nú lítið mál

Ég fór til læknisins í morgun, andaði í smástund og það var vond lykt, og svo var ég allt í einu komin í annað rúm og við fórum heim. Ég skil ekkert í því að ég skyldi ekki sofna og læknirinn skyldi ekki taka rörið eins og mamma var búin að segja. Hún segir reyndar að ég hafi víst sofnað, en ég kannast ekkert við það. Ég var bara eldhress og viss um að ekkert hefði gerst og vildi bara labba sjálf þó ég væri eitthvað hálf óstöðug á fótunum. En ég jafnaði mig fljótt á því, svo fórum við bara heim og bökuðum og höfðum það gott heima.

1 ummæli:

  1. Essku kerlingin mín, vonandi jafnar þú þig fljótt :-)

    SvaraEyða