föstudagur, maí 19, 2006

Aumingja ég

Ég er búin að eiga ósköp bágt núna síðustu daga. Það byrjaði með því að ég varð lasin með hósta og hita. Hitinn er reyndar farinn núna sem betur fer, en ég er ennþá með svolítið vondan hósta. Í gær var ég svo að vesenast í tröppunum og datt á andlitið svo að ég fékk blóð á báðar varirnar og bólgnaði öll upp svo ég var eins og boxari í framan. Ég náttúrulega hágrét og átti hræðilega bágt. Svo í dag fór ég aftur að hágráta því þá gerðist sá hræðilegi atburður að tyggjóið mitt fór upp í nef og festist þar. Ég var alveg miður mín yfir þessu og grét og grét, en mamma náði sem betur fer tyggjóinu úr nefinu, svo ég þurfti ekki að fara á slysó. Bróðir minn var líka næstum því búinn að fara á slysó í dag því hann meiddi sig í fætinum þegar hann var að hoppa á trampólíni hjá vini sínum. En það slapp nú sem betur fer, hann meiddist ekkert mikið og jafnaði sig fljótt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli