mánudagur, maí 22, 2006

Samkvæmislífið

Það var aldeilis nóg að gera hjá mér um helgina, ég fór nefnilega í tvö afmæli. Það var auðvitað mikið fjör og gaman, og svolítið fyndið að í báðum afmælunum stakkst stóratáin út úr sokkabuxunum mínum (sitthvorum sokkabuxunum auðvitað). Ég er greinilega að vaxa út úr öllum fötunum mínum!

Baðherbergið mjakast áfram, ég er búin að gera úttekt á því sem er eftir og það er:
- bað
- vaskur
- til að hengja klósettpappír
- meiri flísar
- hurð
Svo þið sjáið að þetta er bara næstum því tilbúið :-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli