Svona skrifaði ég nafnið mitt alveg sjálf í mömmu tölvu. Ég er sko alveg með það á hreinu að ég er Markúnsdóttir.
Mamma mín kom frá útlöndum í gær með fullt af nýjum fötum handa mér. Enda er ég svo dugleg að stækka að ég er farin að standa alls staðar út úr fötunum mínum. Hún var að heimsækja Svandísi vinkonu sína og hafði það víst alveg ótrúlega gott. Við höfðum það líka fínt með pabba á meðan, við fórum í langa labbitúra í fjörunni, fundum egg og glænýja unga, krabba, krossfiska og allt mögulegt. Gabríel lætur sem betur fer eggin og ungana í friði, hann eltir bara gæsirnar, örugglega í trausti þess að hann eigi aldrei eftir að ná þeim.
Þú ert nú meiri snillingurinn! Það er ljóst að ég verð að setja Júlíu í strangar þjálfunarbúðir svo hún verði nú ekki eftirbátur frænku sinnar ;)
SvaraEyðaTakk fyrir ad lana mer mommu thina i nokkra daga duglega stelpa.
SvaraEyða