sunnudagur, júlí 16, 2006

Einasti

Þegar maður er að telja, til dæmis daga þangað til eitthvað gerist, þá kemur fyrst einasti, svo tveðji, svo þriðji og fjórði.

Í dag fór ég í Byko með mömmu og fór í leikvæmið á meðan hún keypti eitthvað smíðadót sem pabba vantaði. Ég var voða glöð að hitta krakka til að leika við, mér er búið að leiðast frekar mikið um helgina. Ég eignaðist meira að segja vin, hann gaf mér þvottaklemmu sem ég mátti eiga. Ótrúlega flott gjöf!

1 ummæli:

  1. Nafnlaus10:57 f.h.

    Já vá hann hlýtur að hafa brætt hjarta þitt með þessari ótrúlegu gjöf!
    Skilaðu baráttukveðjum til mömmu þinnar sem á væntanlega ekki langt eftir af meðgöngunni! Segðu henni að hún sé heppin að vera ekki ólétt hér í 35 stiga hita!

    SvaraEyða