miðvikudagur, júlí 26, 2006

Pomms

Í nótt skreið ég upp í til mömmu, en af því hún er með svo feita bumbu þá datt ég fram úr rúminu og meiddi mig heilmikið í vörinni. Ég grét og grét en vaknaði samt aldrei almennilega, og í morgun mundi ég ekkert eftir þessu. Þannig að þegar ég vaknaði og sá sárið þá var ég alveg viss um að þetta hefði komið þegar ég renndi mér niður tröppur á snjóþotu um páskana, þó að bróðir minn hefði sagt mér að gera það ekki. Svo ég horfði á sárið í speglinum og sagði, svona gerist þegar maður hlustar ekki á bróður sinn!

1 ummæli: