laugardagur, júlí 22, 2006

Sumar og sól

Loksins kom svolítið gott veður og ég fékk að fara í tívolíið. Ég skemmti mér alveg ótrúlega vel, fékk að fara í rússíbana og allt, alveg brjálað. Í gær fékk ég svo að fara á gæsluvöll með vinkonu minni úr leikskólanum. Það var líka rosalega gaman, ég fór með nesti og svo vorum við að leika okkur í næstum því fjóra klukkutíma. Við mamma vildum bara að við hefðum vitað af þessum gæsluvelli fyrr.

Og nú styttist í litla barnið. Mamma er orðin svolítið þreytt í bumbunni og fótunum (vægir fyrirvaraverkir og frekar slæm í grindinni) en annars líður henni bara vel. Baðherbergið er svo gott sem tilbúið og húsið að komast í samt lag aftur, svo það er allt á góðri leið með að verða tilbúið. Það er meira að segja búið að kaupa bílstól og bleyjur og gjöf frá mér handa litla barninu. Vonandi bíður það samt aðeins lengur í bumbunni, því við ætlum að reyna að skreppa í Víðihlíð í nokkra daga.

2 ummæli:

  1. Nafnlaus8:26 e.h.

    Bíð ofurspennt eftir að frétta af væntanlegum fjölskyldumeðlim! :) Hafðu það gott á lokasprettinum!

    SvaraEyða
  2. Takk takk, við látum vita um leið og eitthvað verður að frétta :-)

    SvaraEyða