miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Myndir

Í tilefni þess að það er loksins búið að tengja öll tækin aftur eftir framkvæmdirnar og þar með myndirnar komnar aftur á netið, þá er mamma búin að setja inn nýtt albúm. Og það er hvorki meira né minna en, tandara, myndir frá afmælinu mínu, ekki einu sinni orðnar ársgamlar. Svo er aldrei að vita nema mamma dundi við að setja inn fleiri myndir á meðan hún bíður eftir litla barninu.

4 ummæli:

 1. Nafnlaus9:32 e.h.

  Helú! Heyrðu ljúfan, værirðu til í að spyrja mömmu þína hvort hún á nokkuð gamlan bílstól (sem er of lítill fyrir þig en of stór fyrir nýja barnið...I) sem hún gæti lánað mér á meðan við verðum á Íslandi núna í tvær vikur í ágúst? Eða kannski ferðarúm? (nema hvort tveggja sé....)
  Vonum að allt gangi vel hjá ykkur, og mamman sé ekki of þreytt!

  SvaraEyða
 2. Nei eruð þið að koma til Íslands, en gaman :-) Já, við eigum 9-18 kílóa stól sem er ekkert mál að lána ykkur, en því miður ekki ferðarúm.

  SvaraEyða
 3. Nafnlaus9:53 f.h.

  Fussumfuss... ekki eru þetta nú fallegar myndir í mínum browser:

  ERROR
  The requested URL could not be retrieved

  Annars ætlum við að reyna að kíkja á bumbus og bað eftir vinnu í dag svo það er eins gott það verði heitt á könnunni og ilmandi snúðar í ofninum!

  SvaraEyða
 4. Það verða 17 sortir, ekkert minna á þessum bæ! Markús er alltaf eitthvað að fikta í dreamboxinu og gleymir að kveikja á vefþjóninum aftur, alltaf þarf maður að vera að laga til eftir þessa kalla ;-)

  SvaraEyða