mánudagur, ágúst 07, 2006

Lestraræfingar

Mér finnst rosalega gaman að æfa mig að lesa, en ég nenni ekkert að lesa einhverjar leiðinlegar lestrarbækur um Óla og Ásu og ís og eitthvað. Skemmtilegast finnst mér þegar mamma og pabbi (aðallega pabbi, hann er miklu flinkari í því en mamma) skrifa eitthvað fyndið handa mér, eins og til dæmis "Rósa pissar í móa" og "Gabríel kúkar í rúmið hans pabba".

Engin ummæli:

Skrifa ummæli