miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Meistari slönguspilsins

Það er sko ég, ég mala mömmu alltaf í slönguspili. Ég er ótrúlega heppin með að lenda á stóra stiganum en mamma fer alltaf bara hring eftir hring í neðstu slönguna. Það finnst mér sko ótrúlega fyndið.

Af litla bróður er allt gott að frétta, hann er voða rólegur og góður sem er mjög gott því þá geta mamma og pabbi hugsað meira um mig. Ég er líka mjög dugleg að vera stóra systir, ég er góð að fara að sofa og dugleg að drífa mig í leikskólann á morgnana og kem svo hress og kát heim. Þá fer ég í slönguspil við mömmu eða út að labba með pabba og Gabríel, hlusta á sögur í herberginu mínu og mála eða lita, eða að lesa bók með pabba eða mömmu. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt að gera hjá mér.

Mamma er líka hress og kát, hún getur alveg sofið fullt og er ekki næstum því eins þreytt og þegar litli bróðir var í bumbunni. Pabbi er líka heima að passa hana og litla bróður og Gabríel. Hann fer alltaf með mig í leikskólann á morgnana og sækir mig oftast líka. Stundum fer hann labbandi með Gabríel og ég fer á hlaupahjólinu, það finnst mér skemmtilegast.

Nokkrar myndir eru svo komnar í viðbót af krúttapúttinu.

3 ummæli:

  1. Hann er svakalega sætur. Ekki skíra hann Snúð, samt. ;-) En nú fer að verða mikið að gera hjá mömmu þinni, ef hún ætlar að blogga fyrir hann líka. Eða ætlar pabbi þinn kannski að sjá um það?

    SvaraEyða
  2. Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

    SvaraEyða
  3. Jújú, svo verður hann alltaf með hatt og spilar á munnhörpu :-) Já mamma verður að skrifa fyrir hann líka, ætli hún búi ekki til blogg fyrir hann þegar hann er búinn að fá nafn. Annars er hann svo lítill og vitlaus að hann segir ekki margt :-D

    SvaraEyða