þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Allt í plati?

Það bólar ekkert á þessu litla barni, ætli mamma sé ekki bara búin að borða svona mikið nammi og þess vegna er hún svona feit og löt. Í morgun fórum við í leikskólahópnum mínum í göngutúr og hittum þá mömmu og Gabríel sem voru líka í smá morgungöngu. Það fannst mér nú sniðugt, þá gat ég gefið henni risastóra fífilinn sem ég hafði fundið. Ég vildi náttúrulega helst bara fara með þeim heim, en svo sættist ég nú alveg á að það væri ekki í boði. Enda er miklu skemmtilegra að vera í leikskólanum heldur en að hanga heima.

P.s. frá mömmu - það er í alvöru barn þarna, alveg satt! Það fær séns í einn dag í viðbót, annars verður gangsett á fimmtudagsmorguninn.

3 ummæli:

  1. Gott að hafa með sér bók og nóg af dóti til að leika sér að að meðan maður bíður og hangir. Ég fékk allavega að hanga allan gangsetningardaginn og ekkert gerðist af viti fyrr en daginn eftir. Vildi reyndar til að það var 250 ára afmæli Mozarts þannig að það var óperumaraþon í sjónvarpinu. Við Árni vorum allan daginn að þvælast um allt sjúkrahús að leita að afskekktum sjónvörpum til að horfa á þær í, en svo kom alltaf einhver og lækkaði. ;-)

    SvaraEyða
  2. Já, ég ætla einmitt að bæta slatta af afþreyingu í töskuna. Planið var að vera sem lengst heima og rétt skreppa niður eftir til að poppa barninu út, en úr þessu er víst best að reikna með að vera dágóða stund þarna niðri frá.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus11:18 f.h.

    KOMASVO!

    SvaraEyða