sunnudagur, september 03, 2006

Partý og veislur

Amma mín var svo góð að bjóða mér í grillpartý í götunni hennar. Þar var fullt af krökkum og ég fékk pylsu, litabók, liti og krítar. Ég skemmti mér ótrúlega vel, Sigurður Pétur var sko algjör kjáni að vilja ekki koma með. Svo er ég að fara í afmælisveislu hjá Júlíu litlu frænku minni sem er hvorki meira né minna en eins árs í dag, til hamingju með það Júlía Jökulrós! Það er aldeilis nóg af veislum þessa dagana, því um næstu helgi á svo að skíra litla bróður minn. Hann er búinn að fá að fara út í vagn í labbitúr og líka búinn að sofa úti, þó hann sé bara tveggja vikna. Hann er svo stór og duglegur, og það er búið að vera svo gott veður að hann má það alveg.

3 ummæli:

 1. Nafnlaus11:33 f.h.

  Heyrðu Rósa... ég hef áræðanlegar heimildir fyrir því að þú sért orðin fjögura ára...

  SvaraEyða
 2. Nafnlaus12:47 e.h.

  Ekki veit ég hvað tuðmundur er að rugla... ég ber enga ábyrgð á þessu!

  SvaraEyða
 3. Til hamingju með nafnið hans litla bróður. Knúsaðu mömmukonuna og pabbakallinn frá mér.

  SvaraEyða