mánudagur, september 18, 2006

Ég á afmæli í dag!

Jibbí skibbí, í dag er ég fjögurra ára! Í gær þegar ég vaknaði var pakkaleit, mamma og pabbi földu pakkana mína og ég leitaði svo að þeim. Svo var ótrúlega fín veisla fyrir vinkonur mínar á leikskólanum, við fengum kökur og fórum í alls kyns leiki. Það var pínu erfitt að vera svona spennt, sérstaklega var svolítið erfitt að bíða í fyrradag, en þetta tókst allt saman mjög vel og ég var afskaplega ánægð með veisluna.

Pabbi fór til útlanda í nótt svo mamma og Guðmundur Steinn fóru með mig í leikskólann. Ég fékk að fara með Guðmund Stein inn og sýna stúlkunum hann, ég var nú heldur en ekki upp með mér að eiga svona fínan bróður og vera svo líka afmælissstúlka með mynd af mér uppi á töflunni. Ég fæ að baka köku í leikskólanum í dag og það verður sungið fyrir mig. Það er sko gaman að eiga afmæli.

Þar sem pabbi er í útlöndum þá verður mamma ein heima alla þessa viku með afmælisafganga inni í ísskáp, allir velkomnir í heimsókn að bjarga mömmu frá að háma þá í sig ein.

Og myndir úr skírninni hans Guðmundar Steins eru komnar hér.

1 ummæli:

  1. Nafnlaus8:53 e.h.

    Elsku stóra frænka!
    Innilegustu hamingjuóskir með afmælið, mikið þykir mér leiðinlegt að vera ekki í allri gleðinni. Þú átt inni eitt risa afmælisknús sem ég geymi þar til við sjáumst næst!

    Mamma og pabbi biðja líka rosalega vel að heilsa og senda risaknús frá Svíden!

    SvaraEyða