þriðjudagur, september 12, 2006

Guðmundur Steinn

Þá er búið að skíra litla bróður, séra Guðjón frændi okkar kom hérna heim og það var ósköp ljúf og notaleg athöfn. Afi Guðmundur og Þórður frændi spiluðu á gítar og allir sungu skírnarsálminn og Leiddu mína litlu hendi, og Guðmundur Steinn litli bróðir brosti út að eyrum og hjalaði svo hann var greinilega ánægður. Ég er líka mjög ánægð með nafnið hans og er alltaf að nota það.

Svo fæ ég veislu um næstu helgi því ég verð fjögurra ára á mánudaginn. Ég ætla að bjóða vinkonum mínum af leikskólanum um helgina og svo ætlum við að bjóða frændum mínum og frænkum seinna. Verst að þá kemst hún Júlía Jökulrós ekki, því hún er flutt til útlanda. Mikið eigum við nú eftir að sakna hennar :-(

2 ummæli:

  1. Nafnlaus9:58 e.h.

    Hey! Ég er ekkert flutt... það er ekki fyrr en á morgun.
    En annars finnst mér líka hrikalega leiðinlegt að missa af afmælinu og á eftir að sakna þín og ykkar allra mjög mikið.

    SvaraEyða
  2. Til hamingju með nafnið á honum Guðmundi Steini. Alveg hlýtur hann afi ykkar að vera ánægður með það.

    SvaraEyða