Já er nema von að maður spyrji, allt í einu var þykkt snjólag yfir öllu í morgun. Ég var alveg steinhissa á þessu.
Mamma er komin heim frá útlöndum, með fullt af fötum handa mér. Þar á meðal ótrúlega flott Hello Kitty föt sem mig kannski vantaði strangt til tekið ekki en voru bara svo krúttleg að hún varð að kaupa þau. Henni finnst líka svo fyndið að þetta skuli vera komið aftur í tísku því þetta var líka í tísku þegar hún var lítil stelpa.
Pabbi var ótrúlega góður við mig á meðan mamma var í burtu, gaf mér Ronju disk, Kinder egg og ýmislegt fleira. Við fórum líka í fjöruna með Gabríel, það var alveg ískalt en samt mjög gaman, við fundum skeljar og gamlan vinnuhjálm og ýmislegt merkilegt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli