Mamma var að lesa fyrir mig Ævintýrið um Augastein þar sem er talað um hvernig fólk var fátækt í gamla daga og átti lítinn mat og það var svo dimmt því það var ekkert rafmagn. Þetta fannst mér merkilegt. Ég held að Guð í gamla daga hafi verið fastur á krossinum, eða kannski var hann svona gamall að hann gat ekki skapað ljós og rafmagn og mat handa fólkinu. Jámm, mamma hafði alla vega enga betri skýringu á reiðum höndum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli