föstudagur, mars 14, 2008

Búningadagur

Það var svo gaman á öskudaginn hjá okkur í skólanum að frábæru kennararnir okkar ákváðu að hafa annan búningadag, sem er í dag. Það voru smá vangaveltur yfir þessu í gær, fyrst stakk ég upp á því að kaupa búning en mömmu fannst nú ekki alveg ástæða til þess þar sem ég heilan helling af búningum sem ég hef fengið fyrir öskudaga, í jólagjöf og frá stóra bróður. Við rifjuðum aðeins upp hvaða búninga ég ætti, en svo allt í einu vissi ég nákvæmlega hvað ég vildi vera, draugur! Svo við fundum sængurver í gær og klipptum það til þangað til ég var orðin ótrúlega flottur draugur. Og fyrst vissi engin hver ég var þegar ég mætti í skólann í morgun :-D

Engin ummæli:

Skrifa ummæli