miðvikudagur, júní 04, 2008

Ótrúlega spennt

Nú eru bara tveir dagar þangað til við förum til Frakklands og ég er alveg að springa úr spenningi. Ég er búin að vera mjög dugleg að æfa mig að hjóla því við verðum með hjól með okkur á bátnum, og svo er ég líka búin að vera dugleg að æfa mig í að fara snemma að sofa og vakna snemma, því við þurfum náttúrulega að vakna klukkan fimm til að fara í flugvélina. Við ætlum að reka nefið aðeins inn í Disneyland í París á föstudaginn, en það verður víst frekar stutt því það er ekkert opið fram á kvöld þar. Á laugardaginn förum við svo í aðra flugvél og svo í lest og svo hittum við ömmu og afa á bátnum. Svo verður bara hafist handa við að sigla í makindum um Canal du Midi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli