miðvikudagur, maí 28, 2008

Vatnaskógur



Vatnaskógur var geggjaður! Við fórum í sveitaferð og sáum lömb fæðast, og ég fékk meira að segja að halda á lambi. Og við fórum í fjöruferð, að sigla á vatninu, í kassabíla, fjör í íþróttahúsinu, náttfatapartý, fengum pylsur og ís, og skemmtum okkur ótrúlega vel saman. Það var ekkert erfitt að fara svona að heiman, enda var ég með vinkonum mínum og kennurunum sem ég þekki svo vel. En það var samt líka voða gott að koma heim. Ég var líka ansi þreytt eftir ferðina, meira að segja nógu þreytt til að viðurkenna það :-)

1 ummæli:

  1. Nafnlaus9:30 f.h.

    mikið eru þetta fínar og fallegar myndir!

    SvaraEyða