miðvikudagur, ágúst 20, 2008

Sigling

Í gær varð pabbi minn fertugur. Í tilefni dagsins ákvað mamma að gera eitthvað skemmtilegt, svo hún brunaði með okkur alla fjölskylduna niður á höfn og um borð í hvalaskoðunarskip. Svo sigldum við af stað, og byrjuðum um leið að veltast svoleiðis til og frá að maður þurfti virkilega að halda sér fast. Mér fannst þetta eiginlega bara fjör, en var nú samt aðeins orðin skrítin í maganum á tímabili. Og stóri bróðir minn var barasta mjög sjóveikur greyið. En ég sá fullt af hvölum og var hæstánægð með ferðina. Ég hvíslaði samt að mömmu þegar við vorum komin í land og gengum til baka fram hjá hvalveiðiskipunum, að þetta hefði nú verið meira spennandi ef við hefðum líka verið að veiða hvalina.

1 ummæli:

  1. Nafnlaus6:31 e.h.

    Hahaha, það væri örugglega gott turistathingy, hvalveiðiferðir.

    Til hamingju með pabba gamla.

    SvaraEyða