sunnudagur, febrúar 15, 2009

Pælingar

Við mamma sátum og borðuðum grjónagraut í hádegismat (ég var veik heima). Allt í einu sagði ég upp úr þurru, mamma, ert þú ólétt? Mamma fór að skellihlæja, henni fannst svo fyndið hvernig ég sagði þetta. Þegar hún loksins gat komið upp orði sagði hún, nei ég er ekki ólétt, af hverju spyrðu? Nei bara, sagði ég, þú ert búin að borða svo mikið í dag!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli