sunnudagur, febrúar 15, 2009

Vetrarhátíðarfjör

Amma mín Inga Rósa var svo góð að taka mig með sér á Vetrarhátíð barna í gær. Þar var sko margt skemmtilegt um að vera, brúðuleikhús, risasápukúlur, sjóræningasmiðja þar sem ég bjó til augnlepp, tónlistarsmiðja þar sem ég bjó til hristu, salsadans (mamma rugluð, þetta er ekki rétt skrifað, við fórum á saNsaball) og svo fór ég í föndurgerð þar sem ég valdi vandlega lýsingar um mig og límdi á póstkort. Það sem ég valdi til að lýsa mér var: hjálpsöm, blá augu, jákvæð, skemmtileg, hávaxin, falleg, blíð, andlitsfríð og raunagóð. Ekki amaleg sjálfsmynd það :-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli