þriðjudagur, febrúar 25, 2003

Hah, mamma vissi sko ekki að hún ætti svona góða stelpu! Klukkan tíu lagðist ég í rúmið mitt og núna korteri seinna er ég steinsofnuð. Og það án þess að heyrist eitt einasta hljóð. Ég var bara ekkert þreytt í gær, mamma setti mig allt of snemma í rúmið held ég, svo mér var bara farið að leiðast áður en ég náði að sofna. En svo á eftir að koma í ljós hvernig mér gengur að sofa í nótt. Amma Inga Rósa kom aðeins áðan að leika við mig. Það fannst okkur mömmu gaman. Pabbi er nefnilega á fundi svo við vorum aleinar heima.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli