fimmtudagur, febrúar 27, 2003

Jæja, kommentin komin í lag. Ekki samt það að neinn segi nokkurn tíma neitt, enda hefur mamma eiginlega engum sagt frá þessu. Híhí, skiptir engu máli :-)

Við mamma fórum í langan leiðangur upp í Breiðholt í gær, að heimsækja Fríðu Valdísi og Eddu Sólveigu, og það komu líka mörg önnur börn. Við fórum alveg í þrjá strætisvagna og ég svaf alla leiðina. Venjulega vakna ég nú á leiðinni, þegar við förum út úr fyrsta strætónum eða um það bil, en ég var svo ósköp þreytt í gær af því ég öskraði í næstum alla fyrrinótt. Það var ekki gaman. Þannig að í gærkvöldi fór ég að sofa klukkan tíu og svaf bara í einum dúr til næstum átta í morgun. Það var miklu betra og ég held að pabba og mömmu hafi fundist það líka. Sunna frænka kom að passa mig og stóra bróður í gærkvöldi, mamma og pabbi voru í síðasta jógatímanum sínum, alla vega á þessu námskeiði. Svo ætla þau bara að fara í venjulega tíma til skiptis. Ég var svolítið góð við hana, en samt frekar þreytt og pirruð svo hún gat a.m.k. ekki spilað við stóra bróður eins og hún gerði síðast. Mamma gaf mér aftur kartöflu í gær, en þá bara gubbaði ég, þetta er voðalega skrýtinn matur finnst mér.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli