laugardagur, nóvember 15, 2003

Amma veit hvað hún syngur

Já, þetta er sko alveg satt sem hún amma mín segir, ég er hreinn og beinn snillingur sem kann að setja saman tvo kubba! Ég var ekkert smá montin, ég er búin að vera að reyna þetta svo rosalega lengi og í fyrrdag tókst mér það loksins. Ég klappaði sko og fagnaði og setti kubbana saman aftur og aftur og var bara afskaplega ánægð með mig. Og þetta er nú ekki allt, því ég er líka orðin mjög flink að borða sjálf, hjá dagmömmunni þá er ég rosalega pen og það má ekki koma neitt sull eða klístur á puttana mína, þá bara sit ég alveg kyrr með hendurnar út í loftið og bíð eftir að Katrín þurrki af mér. En ég er nú ekki alveg svona pjöttuð heima, til dæmis þegar ég fæ sojabúðing, sem mér finnst mjög góður, þá borða ég fyrst voða pen og fín með skeiðinni, en svo finnst mér voða gott að klára hann bara með puttunum. Eða öllu heldur allri hendinni, ég bara dýfi henni á bólakaf ofan í búðinginn og sting svo hendinni upp í mig. Og fleira kann ég, ég er búin að læra að herma eftir svínum og fuglum, það eru nú ekki mörg dýr eftir í dýrabókunum mínum sem ég kann ekki að herma eftir. Meira að segja kalkúnahljóð kann ég að gera.

Annað sem ég þarf að segja ykkur frá er hvað mamma mín er rosalega dugleg því hún er sko byrjuð að baka fyrir jólin! Mér finnst það voða spennandi og gaman að smakka kökurnar, en ég er samt ekkert voða hrifin af að borða þær. Þá finnst mér nú sviðasulta betri.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli