mánudagur, nóvember 24, 2003

Ævintýraleiðangur

Í gær fór ég í rosalega flottan ævintýraleiðangur með ömmu og afa í Hjallabrekku og Þórði frænda. Fyrst fórum við að gefa öndunum í Kópavogi brauð. Þær voru mjög svangar og glaðar að fá brauð. Fyrst skildi ég nú ekki alveg hvað var um að vera, prófaði að bíta sjálf í brauðið og svona. En svo fattaði ég hvað átti að gera og reyndi eins og ég gat að henda til þeirra brauðinu. Svo þegar við vorum búin að gefa þeim brauðið, þá fórum við að skoða marga marga hunda. Það var sko flott. Og svo fórum við í Hjallabrekkuna að leika og ég fékk kleinu og allt. Sunna frænka kom líka þangað að knúsa mig. Svo fór hún og þá var ég líka farin að verða pínu lúin, svo ég náði í skóna mína og sagði jæja, þá vissu amma og afi að nú vildi ég fara heim.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli