sunnudagur, nóvember 02, 2003

Pabbastelpa

Mamma var víst í afmæli í gær og kom heim einhvern tímann seint, svo hún nennti ekki á fætur með okkur pabba klukkan korter yfir sex. En pabbi fór bara með mér upp og eldaði handa mér hafragraut. Ég var nú ekkert sérlega ánægð þegar hann ætlaði að fara að mata mig, ég vildi bara borða sjálf og öskraði á hann í dágóða stund. En svo sættist ég nú alveg við hann pabba minn og hann meira að segja kenndi mér að kyssa með smelli, mamma var alveg hissa þegar hún sá að ég var búin að læra það.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli